Skoða samspil jarðhita og kviku

Kröfluvirkjun í Mývatnssveit.
Kröfluvirkjun í Mývatnssveit. mbl.is/Sigurður Bogi

Miklar mælingar standa nú yfir í Kröflu í tengslum við Evrópuverkefnið IMPROVE. Í því eru tvær lykileldstöðvar í Evrópu rannsakaðar, Krafla og Etna á Sikiley. Eitt helsta markmið verkefnisins er að varpa nýju ljósi á samband jarðhitasvæðisins í Kröflu við kviku þar undir. Krafla er ein mest rannsakaða eldstöð í heiminum.

Umfangsmestu þættir rannsóknarinnar felast í að mæla rafleiðnina nákvæmlega og setja upp þétt net af jarðskjálftamælum. Ætlunin er að fá mynd af því hvernig kvika dreifist undir Kröflu. 

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag, þriðjudag.

Horft yfir aflstöðvar og nærliggjandi umhverfi á Kröflusvæðinu.
Horft yfir aflstöðvar og nærliggjandi umhverfi á Kröflusvæðinu. mbl.is/Sigurður Bogi
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert