Allt að 20 stiga hiti í dag

Útlit er fyrir bjartviðri í borginni.
Útlit er fyrir bjartviðri í borginni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Veðrinu er misskipt á milli landshluta í dag, samkvæmt veðurfræðingi hjá Veðurstofu Íslands. Þau sem blessuð verða með sólinni í dag gætu fundið fyrir 10 til 17 stiga hita eða jafnvel 20 stigum þar sem best lætur. Þann hita verður líklega að finna á Suðurlandi. Í þokuloftinu verður hitinn aftur á móti á bilinu 7 til 14 stig.

Frá sunnanverðum Vestfjörðum og suður að Mýrdalsjökli er útlit fyrir að verði skýjað með köflum og sums staðar líkur á síðdegisskúrum. Annars staðar verður skýjað að mestu og fremur þokusælt, einkum við ströndina. Eins gæti rignt um tíma austantil á landinu,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands. 

Á morgun er útlit fyrir hæga breytilega átt og skúri víða. Hitinn verður á bilinu 8 til 18 stig en svalast verður við norðvesturströndina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert