Starf slökkviliðsmanna er krabbameinsvaldandi

Í yfirlýsingu frá Landssambandi slökkviliðs og sjúkraflutningamanna (LSS) segir að …
Í yfirlýsingu frá Landssambandi slökkviliðs og sjúkraflutningamanna (LSS) segir að yfirlýsing IARC ætti að leiða til þess að þau krabbamein sem vísindin hafa staðfest að slökkviliðsmenn vegna starfs sín eiga aukna hættu að greinast með séu skilgreind sem atvinnusjúkdómur með þeim réttindum slík skilgreiningur felur í sér. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alþjóðlega rannsóknarstofnunin í krabbameinsfræðum (IARC), undirstofnun Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), hefur breytt hættuflokkun starfs slökkviliðsmanna úr flokki 2B (hugsanlega krabbameinsvaldandi) yfir í flokk 1 (staðfest krabbameinsvaldandi).

Í yfirlýsingu frá Landssambandi slökkviliðs og sjúkraflutningamanna (LSS) segir að yfirlýsing IARC ætti að leiða til þess að þau krabbamein sem vísindin hafa staðfest að slökkviliðsmenn vegna starfs sín eiga aukna hættu á að greinast með séu skilgreind sem atvinnusjúkdómur með þeim réttindum sem slíkt felur í sér.

Ansi margir hafa greinst eða látist

LSS bendir á að þrátt fyrir að engin gögn séu til um tíðni krabbameins meðal slökkviliðsmanna á Íslandi þá sé það þekkt innan stéttarinnar að ansi margir félagar LSS hafi greinst með eða látist úr krabbameinum.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert