Anna ekki spurn eftir raforku

Landsvirkjun.
Landsvirkjun. Ljósmynd/Landsvirkjun

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir hátt orkuverð hamla hagvexti beggja vegna Atlantshafsins. Landsvirkjun geti hins vegar boðið upp á stöðugt verð til langs tíma.

„Það vitnar nú um samkeppnishæfnina að þótt við höfum náð fram verulegum hækkunum á raforkuverði og að viðskiptavinir okkar séu að borga sambærilegt raforkuverð og gerist best annars staðar, að þá skuli þeir ekki vera háðir þessum miklu verðsveiflum eins og til dæmis álver í Bandaríkjunum,“ segir Hörður.

Vilja kaupa meiri orku

„Það er ljóst að gríðarlega hátt orkuverð í Bretlandi og Bandaríkjunum mun draga úr hagvexti. Samkeppnisstaða Íslands í þessu umhverfi er mjög góð,“ segir Hörður.

Minnst fjögur til fimm ár muni líða þar til Landsvirkjun tekur nýjar virkjanir í notkun. Ekki sé til næg raforka fyrir nýja stóriðju en fjöldi fyrirtækja vilji kaupa meiri orku.

„Og svo er rafeldsneytið að þróast. Við horfum fram á mikla eftirspurn sem við getum ekki mætt nema að hluta,“ segir Hörður. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert