Ræktarsemi við landið hagkvæmust

Í skóginum við Tumastaði í Fljótshlíð er fallegt um að …
Í skóginum við Tumastaði í Fljótshlíð er fallegt um að litast, en landrækt, skógrækt og endurheimt mýrlendis er meðal hagkvæmustu og bestu loftslagsaðgerða Íslendinga, auk annars ávinnings til lífsgæða og landgæða mbl.is/Kristinn

Hagkvæmustu loftslagsaðgerðir stjórnvalda felast í landgræðslu, skógrækt og endurheimt mýrlendis, en á hinn bóginn eru ívilnanir vegna kaupa á rafbílum, bann við urðun á lífrænum úrgangi og efling innlendrar grænmetisframleiðslu beinlínis óhagkvæm og stuðla lítt að því að markmiðum aðgerðanna sé náð.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, en samkvæmt henni er afar misjafnt hversu hagkvæmar loftslagsaðgerðir stjórnvalda eru.

Vægi hagkvæmni til árangurs

Þar er ekki aðeins um að ræða fjárhagslega hagsmuni landsmanna, heldur skiptir hagkvæmnin máli gagnvart loftslagsmarkmiðunum.

„Óhagkvæmar loftslagsaðgerðir rýra ekki aðeins hag landsmanna, heldur draga þær úr getu þeirra til þess að beita þeim ráðum í loftslagsmálum sem borga sig,“ segir í inngangi skýrslunnar. Þar er vendilega rökstutt hvað einstakar aðgerðir kosta og hver ávinningur af þeim sé, bæði í fjárhagslegu tilliti og eins gagnvart loftslaginu. Þar kemur vafalaust sumt á óvart, eins og að stuðningur við innlenda grænmetisframleiðslu sé til lítils nýtur að þessu leyti eða að borgarlínan, sem á að vera knúin rafmagni og metani, gagnist loftslagsmarkmiðum ekki sérstaklega.

Nánar um málið í Morgunblaðinu í dag á bls. 6.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert