7 líkamsárásir, 7 í fangageymslu og 7 fíkniefnamál

Líkamsáverkar voru minniháttar í öllum tilfellum.
Líkamsáverkar voru minniháttar í öllum tilfellum. mbl.is/ Óskar

Sjö líkamsárásarmál eru skráð hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum eftir nóttina. Í öllum tilfellum var um minniháttar líkamsáverka að ræða, að því sem fram kemur í tilkynningu frá lögreglu.

Alls voru sjö vistaðir í fangageymslu, fjórir vegna ölvunarástands og þrír í tengslum við rannsókn líkamsárásarmála.

Þá voru sjö minniháttar fíkniefnamál skráð síðasta sólarhringinn.

Allt áfengi farið úr blóðinu

„Nú í morgunsárið er rólegt yfir bænum og sólin að gægjast í gegnum skýin. Lögregla vill beina því til ökumanna að gæta vel að því að aka ekki af stað fyrr en tryggt er að allt áfengi sé farið úr blóðinu.“

Lögreglan í Vestmannaeyjum verður með öflugt eftirlit með ástandi ökumanna á götum bæjarins í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert