Android-notendur fengu viðvörun um skjálftann

Samsung símar notast við Android kerfi.
Samsung símar notast við Android kerfi. AFP

Eigendur síma með Android-stýrikerfi fengu tilkynningu í síma sína um jarðskjálfta, um það bil 5,5 að stærð, aðeins sekúndum eftir að hann varð í dag og áður en margir fundu fyrir honum. 

Ekki hefur áður borið á slíkum tilkynningum og kerfið því að öllum líkindum nýtt. Viðvörunin reyndist ótrúlega nákvæm enda lokaniðurstöður Veðurstofu Íslands þær að skjálftinn stóri í dag hafi verið 5,4 að stærð.

Sjá má skjáskot af viðvöruninni á meðfylgjandi myndum. 

Tilkynningin um jarðskjálftann í síma sem staddur var í Hádegismóum …
Tilkynningin um jarðskjálftann í síma sem staddur var í Hádegismóum í Reykjavík. Skjáskot
Þessar upplýsingar mátti lesa um skjálftann áður en fyrir honum …
Þessar upplýsingar mátti lesa um skjálftann áður en fyrir honum fannst í Reykjavík.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert