Fimm stiga skjálfti við Kleifarvatn

Skjálftarnir eiga margir upptök sín suðvestur af fjallinu Keili.
Skjálftarnir eiga margir upptök sín suðvestur af fjallinu Keili. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nokkuð kröftugur skjálfti skók suðvesturhorn landsins nú rétt fyrir klukkan hálfþrjú.

Yfirfarnar mælingar Veðurstofu gefa til kynna að skjálftinn hafi verið 5 að stærð, og átt upptök sín á 3,9 km dýpi undir hlíðunum við vesturenda Kleifarvatns.

Veðurstofunni hafa borist tilkynningar um að skjálftinn hafa fundist á Grundarfirði, Akranesi, Borgarfirði, Reykjanesbæ, á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu.

Annar á sömu mínútu

Innan við mínútu síðar reið annar skjálfti yfir, litlu sunnar, og mældist sá 4,5 að stærð.

Alls hafa um 15 skjálftar mælst af stærð 4 eða meira á undanförnum tveimur sólarhringum.

Þriðjungur þeirra hefur riðið yfir á síðustu fjórum tímum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert