Rýkur upp úr jörðu við Fagradalsfjall

Skjáskot úr annarri myndavélanna.
Skjáskot úr annarri myndavélanna.

Vefmyndavélar mbl.is skammt frá gosstöðvun­um í Geld­inga­döl­um sýna reyk stíga upp frá jörðu.

Svo virðist sem um sé að ræða yfirborðshita.

„Það er eins og það sé einhver yfirborðshiti þarna, það virkar þannig. Við þurfum að fylgjast með þessu,“ segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.

Einar segir verulegar líkur á að gos hefjist á næstu dögum eða vikum, en kvika er talin flæða inn á um tvöföldum hraða miðað við flæðið fyrir eldgosið í mars á síðasta ári.

Útsendingu tveggja myndavéla má sjá í fréttinni hér að neðan.

Uppfært:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert