Hegðun lögmannsins ámælisverð

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur.

Úrskurðarnefnd lögmanna hefur áminnt lögmann fyrir að brjóta gegn lögum og siðareglum lögmanna í máli konu er varðaði skipti á dánarbúi föður hennar.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag, miðvikudag.

Upphaf málsins má rekja til þess að konan leitaði til lögmannsins vegna ágreinings sem komið hafði upp vegna skipta á dánarbúinu. Ágreiningurinn laut að ráðstöfun á fasteign búsins. Málið rataði til héraðsdóms og í málflutningi féll lögmaðurinn frá þeim málsástæðum sem konan hafði byggt á í greinargerð til dómsins, án samráðs við hana. Þá upplýsti lögmaðurinn hana ekki um niðurstöðuna fyrr en í tölvubréfi, sem sent var eftir að kærufrestir voru liðnir. Því gat konan ekki krafist endurskoðunar fyrir Landsrétti.

Úrskurðarnefndin taldi að lögmaðurinn hefði átt að upplýsa konuna, sem umbjóðanda sinn, áður en hann aðhafðist í málinu, um að hann teldi rétt að falla frá málsástæðunni. Þá var talið nægilega sannað að konan hefði árangurslaust reynt að ná í lögmanninn vegna málsins og að hún hefði ekki fengið upplýsingar frá honum um niðurstöðuna fyrr en eftir að kærufrestur var liðinn.

Að mati nefndarinnar var því talið að sú háttsemi, sem lögmaðurinn viðhafði í lögmannsstörfum sínum fyrir konuna, væri verulega ámælisverð og ósamboðin lögmannastéttinni. Var honum þar af leiðandi veitt áminning.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert