Gasmengun gæti náð til Reykjanesbæjar

Frá Reykjanesbæ.
Frá Reykjanesbæ. mbl.is/Sigurður Bogi

Gasmengun gæti safnast saman umhverfis eldstöðina í Meradölum í nótt og gæti hún á morgun náð til Vatnsleysustrandar og Reykjanesbæjar.

Þetta kemur fram í gasmengunarspá Veðurstofu Íslands.

Segir að í nótt muni lægja á svæðinu og að þykkni upp með smá vætu fyrripartinn á morgun, en 8-13 m/s og rigning eða súld undir kvöld.

„Gasmengunin mun fara til norðvesturs og gæti náð til Vatnsleysustrandar (Voga) og Reykjanesbæjar.“

Gefa út leiðbeiningar varðandi mengun

Veðurstofan hefur gefið út eftirfarandi leiðbeiningar er varðar gasmengun fyrir þá sem vilja fara að gosstöðvunum:

  • Gasmengun við gosstöðvarnar getur alltaf farið yfir hættumörk, mengunin leggst undan vindi og því öruggast að horfa til eldgosins með vindinn í bakið.
  • Í hægviðri (<5 m/s) getur gas safnast fyrir í lægðum, þá stjórnast vindafar af landslagi og gas getur verið yfir hættumörkum langt upp í hlíðar, allan hringinn í kringum gosstöðvarnar. Í slíkum tilfellum þurfa áhorfendur að færa sig upp á fjöll og hryggi en ekki halda sig í brekkunum fyrir ofan.
  • Velja þarf gönguleið eftir vindaspá hverju sinni
  • Forðast skal að taka hunda með sér að gosstöðvunum. Hundar eru útsettari fyrir mengun vegna gass þar sem þeir eru nær jörðu. Einnig getur flúor leynst í pollum sem hundar drekka úr.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert