Óvæntur samdráttur á Hringvegi

Umferð jókst á Suðurlandi en minnkaði víða um land.
Umferð jókst á Suðurlandi en minnkaði víða um land. mbl.is/Sigurður Bogi

Óvæntur samdráttur varð á umferð á Hringveginum í seinasta mánuði sé tekið mið af júnímánuði samkvæmt mælingum Vegagerðarinnar og var umferðin í júlí minni en í sama mánuði á Hringveginum á seinasta ári.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag, föstudag.

Fram kemur í nýrri umfjöllun Vegagerðarinnar að umferðin í júlí um lykilteljara á Hringveginum mældist tæpu einu prósenti minni en í júlímánuði í fyrra. Engu að síður var nýliðinn mánuður annar umferðarmesti júlímánuður frá því að mælingarnar hófust.

„Umferð dróst saman á öllum svæðum utan Suðurlands og um teljara í grennd við höfuðborgarsvæðið. Mestur samdráttur mældist um Austurland eða rúmlega 21% samdráttur, miðað við sama mánuð á síðasta ári,“ segir á vef Vegagerðarinnar. 

Meira í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »