Gosið getur ekki annað en hjálpað

Eldgosið í Meradölum gæti hjálpað til með að vinna gegn …
Eldgosið í Meradölum gæti hjálpað til með að vinna gegn verðbólgu. mbl.is/Hákon

Eldgosið í Meradölum mun reynast ferðaþjónustunni vel, haldist það út haustið, og gæti verið liður í að kveða niður verðbólguna að mati Skarphéðins Berg Steinarssonar ferðamálastjóra. Hann segir gríðarlega mikilvægt haust og vetur fram undan í ferðaþjónustunni.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag, mánudag.

„Það er mjög mikilvægt að við fáum gott haust og góðan vetur. Þetta gos getur ekki annað en hjálpað til með það,“ segir Skarphéðinn, spurður hvort hann telji að aukinn ferðamannastraumur í kjölfar gossins muni hafa áhrif á þá miklu verðbólgu sem mælst hefur hérlendis undanfarið. Það breyti þó eflaust litlu núna þar sem meira og minna allar ferðir hér á landi séu uppbókaðar.

Hann segir horfur fyrir septembermánuð góðar en næstu mánuðir á eftir muni skipta sköpum. Heppilegt sé að gosið hafi á sama stað og fyrir ári.

„Þar gagnast þeir innviðir sem var búið að leggja í og svo er bara verið að betrumbæta þá þannig að þetta er aðgengilegt. Á meðan þetta ógnar ekki byggð eða innviðum þá er það bara mjög gott.“

Húsnæðisvandi gæti skapast

Spurður hvort ferðaþjónustan sé viðbúin inn í haustið sökum manneklu segist hann ekki líta svo á að það verði teljandi vandamál.

„Þetta er ekki áhyggjuefni í haust og vetur því það fækkar eitthvað frá því sem nú er. Fyrirtækin þurfa færri starfsmenn í haust og vetur þannig að það er ekki viðbúið að þetta verði teljandi vandamál.“ Húsnæðisvandi gæti þó skapað vandamál hjá ferðaþjónustufyrirtækjum sem reiða sig á erlent starfsfólk.

„Það hefur gengið illa að finna húsnæði fyrir sumt af þessu starfsfólki sem er lengra að komið. Sá vandi fer ekkert á næstunni,“ segir hann og bætir við að þar megi nefna Austurland sérstaklega.

Meira í Morgunblaðinu í dag.

Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri.
Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri. Eggert Jóhannesson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »