Beraði sig í miðbænum

Aðili var handtekinn af lögreglu í miðbæ Reykjavíkur fyrir að …
Aðili var handtekinn af lögreglu í miðbæ Reykjavíkur fyrir að bera sig fyrir framan fólk. mbl.is/Ari

Aðili var handtekinn af lögreglu í miðbæ Reykjavíkur fyrir að bera sig fyrir framan fólk.  

Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglu í morgun en nóg var að gera í nótt og í gærkvöldi. 

Fjórir ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum vímuefna.

Starfsmaður sem var að vinna í skurði féll aftur fyrir sig og rotaðist. Hann var fluttur með sjúkraflutningum til aðhlynningar.

Annað vinnuslys varð þegar aðili var að pússa glas sem brotnaði og glerbrot skaust í auga hans. Hann var fluttur á slysadeild til frekari aðhlynningar.

Tveir aðilar féllu af rafhlaupahjóli og slösuðust og eru þeir báðir grunaðir um ölvun.

Aðili ógnaði árásarþola með hnífi og lagði hann að hálsi hans. Hann var handtekinn fyrir líkamsárás. 

Þá var aðili handtekinn fyrir að fylgja ekki fyrirmælum lögreglu en hann beindi hníf að lögreglumönnum.

mbl.is