Að líta á uppsögn sem blessun

Ragnhildur lætur ekki deigan síga þótt á móti blási. Þegar henni var sagt upp, fór hún í leiðsögumannanám.

Hún er nú alsæl sem leiðsögumaður, enda veit hún fátt betra en að vera úti í guðs grænni náttúru. 

Lífsviðurværinu kippt undan mér

„Svo kom Covid og það gekk illa hjá Birtingi eins og mörgum fjölmiðlum og mér var sagt upp. Ég ákvað strax að líta á það sem tækifæri; að það væri blessun. Ég fékk auðvitað knút í magann þar sem lífsviðurværinu var kippt undan mér. En á síðustu árum hef ég kynnst alls konar samferðarfólki sem hefur kennt mér svo margt og það var einmitt ein góð kona sem sagðist oft óska fólki til hamingju ef það missti vinnuna eða lenti í skilnaði því það væri svo gott tækifæri til að byrja á einhverju nýju. Jafnvel einhverju betra. Ég ákvað að tileinka mér þetta,“ segir hún.

„Mig langaði að fara meira út í náttúruna, en ég hef stundað mikið útivist alveg frá því ég kom heim frá Kanada. Ég hugsaði með mér að eftir allan tímann bundin við tölvuna langaði mig að fara að vinna við eitthvað þar sem ég gæti verið meira úti,“ segir Ragnhildur og hitti þá konu sem ráðlagði henni að fara í leiðsögunám.

Viðtal má finna við Ragn­hildi í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins um helg­ina, en hún var gest­ur Ásdís­ar Ásgeirs­dótt­ur í Dag­mál­um. Þátt­inn í heild má nálg­ast hér

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »