Sjósund og siglingar við Gufunesbryggju

Teikning sem sýnir tillögu Þorpsins-Vistfélags um uppbyggingu Gufunesbryggju í Reykjavík.
Teikning sem sýnir tillögu Þorpsins-Vistfélags um uppbyggingu Gufunesbryggju í Reykjavík. Tölvumynd/Yrki arkitektar

Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í vikunni tillögu Þorpsins-Vistfélags um útfærslu á Gufunesbryggju en Þorpið bar á dögunum sigur úr býtum í alþjóðlegri samkeppni á vegum C40 Reinventing Cities um svæðið.

Var skrifstofu borgarstjóra og borgarritara falið að hefja viðræður við Þorpið um lóðarvilyrði á grundvelli tillögu þeirra en að teknu tilliti til þeirra ábendinga sem koma fram í niðurstöðu dómnefndar.

Hluti af því að undirbúa viðræðurnar felst í að fullkanna hversu raunhæfur sá hluti tillagna sem lúta að staðsetningu leikskóla á svæðinu er. Einnig þurfi að tryggja aðgengi almennings og borgarbúa að strandlengjunni og strandsvæðum og að í útfærslunni sé tekið mið af tillögum um brú milli Gufuness og Viðeyjar.

Samkvæmt upplýsingum frá Þorpinu er hugsunin að baki tillögunni sú að bryggjan verði félags-, atvinnu- og samgöngumiðstöð. 

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert