Lúxus skemmtiferðaskip við Flatey

Lúxus skemmtiferðaskipið The World við Flatey í Breiðafirði.
Lúxus skemmtiferðaskipið The World við Flatey í Breiðafirði. Ljósmynd/Aðsend

Lúxus skemmtiferðaskiptið The World er nú statt við Flatey á Breiðafirði. Skipið tekur um 150 til 200 farþega og 280 manns í áhöfn.

Að sögn Íslendings sem staddur er á Flatey voru farþegar skipsins ferjaðir á eyjuna með gúmmíbútum þar sem þeir gengu um í blíðviðrinu á Breiðafirði. Einhverjir sigldu um á kajökum við Flatey.

Skipið var smíðað árið 2002 og er skráð á Bahamaeyjum. Um borð eru meðal annars 106 stórar íbúðir sem eru í eigu einkaaðila. Eigendur geta því búið á skipinu til skemmri eða lengri tíma á meðan það siglir um heimsins höf. 

mbl.is