Andvaraleysi ekki til að dreifa

Lilja Alfreðsdóttir.
Lilja Alfreðsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er auðvitað ekki andvaraleysi þegar kemur að þessum málum,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra ferðamála, í samtali við Morgunblaðið. Tilefnið er frétt blaðsins í gær um öryggismál í Reynisfjöru þar sem rætt var við Friðrik Rafnsson, formann Leiðsögu, félags leiðsögumanna, en Friðrik gagnrýndi stöðu öryggismála í fjörunni harðlega.

„Það var haldinn samráðsfundur um Reynisfjöru í júní þar sem ákveðið var að ljúka við uppsetningu viðvörunarkerfis í fjörunni,“ heldur ráðherra áfram. Þegar í kjölfarið hafi samráðshópur tekið til starfa sem nú vinni að endurnýjun öryggis- og upplýsingaskilta, uppsetningu myndavéla og blikkljósa ásamt því að útfæra nauðsynlega ferla til að kerfið verði starfhæft.

Nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »