Íslendingar forvitnir um „swing“ og kynlífsklúbba

Fullorðið fólk á Íslandi er afar forvitið þegar kemur að málefnum á borð við kynlífsklúbba, opin sambönd og makaskipti (e. Swing), og líður ekki sá dagur að fyrirspurn um eitthvað því tengt rati ekki í pósthólfið hjá kynfræðingnum Sigríði Dögg Arnardóttur, eða Siggu Dögg.

„Ég fæ endalaust af þeim fyrirspurnum,“ segir Sigga Dögg í nýjasta þætti Dagmála, þar sem hún ræddi meðal annars um kynfræðslu fyrir fullorðna og kynlífssenuna hérna heima.

„Fólk er aðeins að slaka á með kynlífið sitt og er aðeins að fatta að kynlíf má vera það sem þau vilja að það sé. Það þarf ekki að vera eftir reglum einhvers annars.“

„Blómleg sena“

Sigga Dögg segir engan „opinberan kynlífsklúbb“ með „skilgreindan opnunartíma“ starfa hér á landi, og þyrfti fólk því að fara út fyrir landsteinana til að upplifa eitthvað slíkt. Aftur á móti sé „mjög blómleg sena hérna heima“ sem hefur verið að springa út síðustu ár.

„Ég er til dæmis boðin í eitt partí á sunnudaginn, ég er á gestalista þar. Það eru alls konar hópar að skipuleggja alls konar hluti en þú þarft að þekkja til hópsins til að komast þangað.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert