Faraldurinn kallar á fleiri gagnaver

Gagnaver.
Gagnaver.

Þörf fyrir uppbyggingu gagnavera í heiminum hefur aukist mjög vegna aukinnar fjarvinnu í heimsfaraldrinum. Hýsa þarf tölvukerfin. Mörg fyrirtæki hafa á síðustu árum sýnt áhuga á að koma með slíka starfsemi til Íslands og áhuginn hefur aukist enn frekar vegna ástandsins í Evrópu þar sem orkuverð hefur rokið upp.

Þá er talið eftirsóknarvert að nota endurnýjanlega orku fyrir gagnaverin. Við þetta bætist að þegar kreppir að heimilum í orkumálum hefur orðið vart við andúð á orkufrekum gagnaverum, til dæmis á Írlandi. Þeir sem vinna að þróun viðskiptatækifæra hjá Landsvirkjun hafa þó ekki orðið varir við að það sé ástæða þess að fyrirtæki vilji koma með gagnaver til landsins. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert