Óvenjumörg andlát í mars og júlí

Frá Landspítalanum.
Frá Landspítalanum. Ljósmynd/Landspítali/Þorkell

Alls höfðu 213 látist hér á landi 30. ágúst síðastliðinn af völdum kórónuveirusjúkdómsins Covid-19, samkvæmt vefnum covid.is.

Tölurnar voru þá uppfærðar eftir yfirferð dánarvottorða. Fjöldi látinna hér á landi af völdum Covid-19 var 179 þann 7. júlí síðastliðinn. Því bættust við 34 andlát af völdum Covid-19 frá 7. júlí til 30. ágúst. Dánarvottorð geta verið nokkurn tíma að berast frá heilbrigðisstofnunum til landlæknisembættisins.

Evrópska hagstofan Eurostat greindi frá því í gær að umframdauðsföll hér á landi í júlí síðastliðnum hefðu verið 55,8% umfram meðalfjölda andláta á mánuði á árunum 2016-2019. 

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert