Sérsveitin að störfum í Mosfellsbæ

Sérsveit ríkislögreglustjóra.
Sérsveit ríkislögreglustjóra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Viðbúnaður er í Mosfellsbæ þar sem sérsveit ríkislögreglustjóra aðstoðar lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í aðgerð á iðnaðarsvæði. Þetta staðfestir Gunn­ar Hörður Garðars­son, sam­skipta­stjóri rík­is­lög­reglu­stjóra.

Stundin greindi frá aðgerðinni rétt fyrir klukkan tvö í dag. 

Fyrr í dag var greint frá því að sérsveitin hefði handtekið mann í hádeginu í Holtasmára í Kópavogi.

Að sögn Gunnars gat hann ekki upplýst um hvort málin væru tengd en von er á tilkynningu frá lögreglu síðar í dag.

mbl.is