Gjaldskrártekjur hækka umfram verðbólgu

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. mbl.is/Hari

Þegar horft er til gjaldskrártekna Reykjavíkurborgar á undanförnum árum kemur í ljós að þær hafa hækkað örar en vísitala neysluverðs, algengasti mælikvarði verðbólgu.

Í fyrri viku var greint frá því að borgarstjórn hefði samþykkt breytingar á gjaldskrám Reykjavíkurborgar, sem sagt var í samræmi verðlagsbreytingar umfram forsendur fjárhagsáætlunar borgarinnar og áhrif þeirra á rekstur. Verðbólga hefur, sem kunnugt er, hækkað mikið undanfarna mánuði. Hækkunin á gjaldskrám nam 4,5% og tók gildi 1. september.

Graf/mbl.is

Reykjavíkurborg tekur gjald fyrir margs konar þjónustu, allt frá bókasafnsgjöldum til leikskólagjalda og vega gjöldin þungt í rekstri hennar. Í tilkynningu sagði að Reykjavíkurborg hefði leitast við að hækka ekki þjónustugjaldskrár umfram verðlagshækkanir og þannig mætt kostnaðarhækkunum með því að draga að hluta til úr kostnaðarhlutdeild þeirra sem kaupa þjónustuna.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »