Íbúðarhús reist í rótgrónu hverfi

Nýbyggingin eins og hún mun líta út, séð frá Stjörnugrófinni.
Nýbyggingin eins og hún mun líta út, séð frá Stjörnugrófinni. Mynd/Hornsteinar

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur hefur samþykkt að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Fossvogshverfis vegna lóðarinnar nr. 1 við Undraland. Í breytingunni felst að heimilt verði að reisa byggingu á lóðinni á tveimur hæðum, samkvæmt uppdrætti Hornsteina – arkitekta ehf., alls 970 fermetra.

Um er að ræða óbyggt tún á horni Bústaðavegar og Stjörnugrófar, í grónu hverfi í höfuðborginni.

Fram kemur í fyrirspurn Hornsteina að í gildi sé deiliskipulag Fossvogs frá árinu 1968. Megináhersla verði lögð á að afmarka lóðina, skilgreina byggingarreit og setja skilmála um húsagerð, notkun og uppbyggingu, í samræmi við lög og reglur þar að lútandi. Lagður verði grunnur að vönduðum frágangi uppbyggingar innan lóðarinnar sem samræmist yfirbragði hverfisins. „Hugmyndafræði athvarfsins og starfsemi þess er höfð að leiðarljósi, sem og markmið Reykjavíkurborgar um þróun og gæði byggðar,“ segir þar.

Umhverfisáhrif teljast almennt jákvæð, enda myndi byggingin góða götumynd í hverfinu og styrki hana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert