Foster flýgur inn til vetrarsetu

Jodie Foster mun vera lent.
Jodie Foster mun vera lent. AFP/Valery Hache

Tökur á fjórðu þáttaröð sjónvarpsþáttanna True Detective munu fara fram í minnst fjórum myndverum hér á landi og hefur mikil vinna verið lögð í að byggja leikmyndir þar að undanförnu. Tökur eru að hefjast og átti aðalleikkonan Jodie Foster að koma til landsins í gær.

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum er um að ræða stærsta kvikmyndaverkefni sem ráðist hefur verið í hér á landi. Tökur standa yfir í níu mánuði og reiknað er með að framleiðslukostnaðurinn verði um níu milljarðar króna.

Tökulið verður einnig á ferð og flugi um landið enda er lagt upp með að fanga hrikalega náttúruna hér sem bakgrunn sögunnar. Framleiðslufyrirtækið True North hefur þegar sótt um leyfi fyrir tökur á Djúpavatnsleið við Kleifarvatn. Alls eiga um 130 manns að koma að þessum tökum og mega vegfarendur eiga von á því að vegum í kring verði lokað fyrirvaralaust fram til 22. október næstkomandi.

Allt lykilfólk í framleiðslunni kemur að utan. Alls eru þetta um 300 manns sem verða hér að jafnaði fram á vor. Samkvæmt upplýsingum blaðsins hafa tugir íbúða verið teknir á leigu en háttsett starfsfólk við þættina er sagt dvelja á fimm stjörnu hótelinu Reykjavík Edition. 

Nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »