Slökkvistarfi lokið en enn rýkur úr glæðum

Slökkvistarfi á vettvangi er nú lokið.
Slökkvistarfi á vettvangi er nú lokið. mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson

Slökkvistarfi á Fagradalsbraut á Egilsstöðum er nú lokið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Austurlandi.

Enn rýkur þó úr glæðum á svæðinu og verður brunavakt við versl­un­ar- og þvotta­hús­næði Vasks í kvöld og í nótt. Er einnig tekið fram að lokanir verði áfram á sumum stöðum næsta morgun, meðal annars þar sem vatnsslöngur liggja um og yfir götur.

Lögreglan biðlar til fólks að fara varlega í kringum brunavettvanginn og ítrekar að svæðið telst enn vinnusvæði slökkviliðs. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert