Áhrif brunans mikil – þvotturinn sendur á Höfn

Húsnæði versl­un­ar- og þvotta­hús­næðis Vasks gjöreyðilagðist í brunanum.
Húsnæði versl­un­ar- og þvotta­hús­næðis Vasks gjöreyðilagðist í brunanum. mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson

Áhrif vegna brunans í versl­un­ar- og þvotta­hús­næði Vasks eru mikil á hótelstarfsemi á Egilsstöðum. Vaskur er eitt helsta þjónustufyrirtæki Hotel 1001 Nott á Egilsstöðum þar sem allur þvottur er sendur í þvottahús Vasks. Til þess að halda hótelinu gangandi þarf nú að keyra í tæpar þrjár klukkustundir til þjónustuaðila á Höfn í Hornafirði með þvottinn á meðan lausn verður fundin. 

Hreint á rúmum

„Þetta hefur mikil áhrif á okkur en við erum með fullt hótel alla daga þannig að við þurfum að bjarga okkur og förum næstu daga með þvottinn til þjónustuaðila á Höfn í Hornafirði. Þetta eru 35 rúm sem þarf að skipta á daglega og það er því engin leið fyrir okkur að bjarga okkur með venjulegum þvottavélum og þurrkurum. Þetta verður að vera í þvottahúsi sem er með allar nauðsynlegar græjur,“ segir Kristín, hótelstýra og eigandi Hotel 1001 Nott.

Starfsmenn Hotel 1001 Nott þurfa að keyra langa leið til …
Starfsmenn Hotel 1001 Nott þurfa að keyra langa leið til þjónustuaðila á Höfn í Hornafirði með þvottinn. Ljósmynd/Google Maps

Standa við skuldbindingar gagnvart gestum

Kristín segir mikinn samhug ríkja á Egilsstöðum og finni þau fyrst og fremst til með eigendum Vasks.

„Það er gríðarlega mikilvægt að við höldum áfram okkar striki og fórum við strax í að finna lausn. Það er einnig gríðarlega mikilvægt fyrir ferðaþjónustuna á Íslandi að hægt sé að treysta á gistingu sem hefur verið bókuð."

Mikill samhugur er á meðal íbúa á Egilsstöðum með eigendum …
Mikill samhugur er á meðal íbúa á Egilsstöðum með eigendum Vasks. mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson
mbl.is