Þrír handteknir grunaðir um ólöglega dvöl

Lögreglustöðin á Hverfisgötu.
Lögreglustöðin á Hverfisgötu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrír erlendir einstaklingar voru handteknir og vistaðir í fangaklefa í nótt þar sem grunur er um að þeir hafi dvalið of lengi í landinu og þar með í ólöglegri dvöl.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu en þar segir að mál þeirra verði rannsökuð nánar í dag.

Þá var tilkynnt um eld í skúr í Garðabæ í gær en ekki er vitað hvert tjónið er. Auk þess var tilkynnt um eld í rusli við leikskóla í Grafarvogi og segir í dagbókinni að nokkurt tjón sé á húsnæði leikskólans eftir eldinn.

Lögregla hafði afskipti af tveimur einstaklingum í miðbænum í nótt en þeir eru grunaðir um vörslu fíkniefna. Þá var auk þess nokkuð um að bifreiðar væru stöðvaðar þar sem ökumenn voru grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert