Vísindavakan fer nú fram

Aðgangur að Vísindavökunni er ókeypis.
Aðgangur að Vísindavökunni er ókeypis. Ljósmynd/Aðsend

Vísindavaka Rannís 2022 verður haldin í dag á milli klukkan 13:00-18:00 í Laugardalshöllinni. Markmið Vísindavökunnar er að gefa almenningi kost á að fræðast um vísindi og vekja athygli á fjölbreytni og mikilvægi vísindastarfs í landinu.

Vísindavaka er haldin árlega síðustu helgina í september um alla Evrópu til heiðurs evrópsku vísindafólki. Í ár verður Vísindavaka í 340 bæjum og borgum í 25 löndum um alla Evrópu, en verkefnið er styrkt af Horizon 2020 rannsókna- og nýsköpunaráætlun Evrópusambandsins.

Börn fylgjast grannt með vísindamönnum á vökunni.
Börn fylgjast grannt með vísindamönnum á vökunni. Ljósmynd/Aðsend

Hægt að prófa ýmis tæki

Á Vísindavökunni kynnir vísindafólk frá háskólum, stofnunum og fyrirtækjum viðfangsefni sín fyrir almenningi á fjölda sýningarbása. Gestir fá að skoða og prófa ýmis tæki og tól sem notuð eru við rannsóknir, kynnast ýmsum afurðum og spjalla við vísindafólkið sjálft um hvernig er að starfa að vísindum, rannsóknum og nýsköpun.

Lögð er áhersla á lifandi vísindamiðlun og virka þátttöku gesta og eru fjölskyldur, börn og ungmenni sérstaklega boðin velkomin á vökuna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert