Fallist á vikulangt gæsluvarðhald

Héraðsdómur Norðurlands eystra á Akureyri.
Héraðsdómur Norðurlands eystra á Akureyri. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Tvær konur og einn karlmaður voru í kvöld úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald vegna morðsins í Ólafsfirði í nótt. Þau voru leidd fyrir dómara í Héraðsdómi Norðurlands eystra á Akureyri um kvöldmatarleytið og þar var fallist á kröfu lögreglu.

Fjögur voru upphaflega handtekinn en einum hefur síðan hefur verið sleppt. Fréttastofa RÚV greinir frá.

Karlmaður á fimmtugsaldri var stunginn með eggvopni en hann var gestkomandi í húsinu. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og var maðurinn úrskurðaður látinn á vettvangi.

Arnfríður Gígja Arngrímsdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn segir í samtali við RÚV að lögregla sé með nokkuð skýra mynd af því sem átti sér stað, en rannsókn sé þó enn á frumstigi og verið sé að afla gagna til að skýra þá mynd enn frekar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert