Rossy de Palma heiðruð á Bessastöðum

Spænska stórleikkonan Rossy de Palma ásamt Guðna Th. Jóhannessyni forseta …
Spænska stórleikkonan Rossy de Palma ásamt Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðni Th. Jóhannesson veitti Rossy de Palma verðlaun fyrir framúrskarandi listrænan leik við athöfn á Bessastöðum í dag. Rossy de palma er heiðursgestur kvikmyndahátíðarinnar RIFF í ár en hátíðin beinir sérstöku kastljósi að spænskri kvikmyndagerð.

Rossy fæddist í Palma á Mallorca á Spáni árið 1965 og er ein helsta leikkona Spánar. Hún hefur komið fram í stórmyndum á borð við Women on the Verge of a Nervous Breakdown og Parallel Mothers.

Fjölmargir leikstjórar og framleiðendur eru staddir á landinu vegna RIFF, Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, en þetta er í nítjánda skiptið sem að hátíðin er haldin. RIFF stendur til 9. október.

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is