Vestmannaeyjabær heiðursgestur Menningarnætur 2023

Frá Menningarnótt í Reykjavík í ágúst.
Frá Menningarnótt í Reykjavík í ágúst. mbl.is/Ari Páll

Vestmannaeyjabær verður heiðursgestur Menningarnætur í Reykjavík 2023 í tilefni af 50 ára goslokaafmæli og langvarandi vinatengslum bæjarfélaganna. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, sendi boðið á Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra Vestmannaeyjabæjar, í gær.

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, segir það mikinn heiður og þakkaði fyrir boðið. „Gosið á Heimaey hafði mikil áhrif á öllu landinu. Mikilvægt er að minnast gossins og áhrifanna sem það hafði. Að minnast þessara 50 ára tímamóta á Menningarnótt er afskaplega vel til fundið. Við munum kynna Eyjarnar og hina einu sönnu Eyjastemmingu” segir Íris í tilkynningu sem er að finna á vef Reykjavíkurborgar.

Um árabil hefur tíðkast að bjóða völdum sveitarfélögum eða félagasamtökum að vera heiðursgestur á Menningarnótt. Heiðursgestir Menningarnætur í gegnum árin hafa meðal annars verið Ísafjörður, Akranes, Þórshöfn í Færeyjum, Blindrafélagið og nú síðast stuðningssamtökin Support for Ukraine Iceland.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert