Ráðherra skoðar uppstokkun stofnana

Guðlaugur Þór Þórðarson. Stofnanir ráðuneytis hans verða hugsanlega sameinaðar og …
Guðlaugur Þór Þórðarson. Stofnanir ráðuneytis hans verða hugsanlega sameinaðar og verkaskiptingu breytt. Til þess að svo megi gæti þurft breyta lögum auk þess sem samráð við starfsfólk er mikilvægt. mbl.is/Hákon Pálsson

„Án þess að neinar forsendur séu gefnar er alveg ljóst að stofnunum ráðuneytisins verður fækkað,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Endurskoðun til breytinga á rekstri og fyrirkomulagi þeirra stofnana sem undir ráðuneyti hans heyra stendur nú yfir. Vinnan hófst á vormánuðum og meðal annars var gerð könnun meðal starfsmanna stofnana um viðhorf þeirra til uppstokkunar á málum.

Stofnanir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins eru 13 talsins og stöðugildi við þau eru um 500, enda þótt starfsmennirnir séu fleiri. Stofnanir þessar eru Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR), Landmælingar Íslands, Minjastofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands, Náttúrurannsóknarstöðin við Mývatn, Orkustofnun, Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, Umhverfisstofnun, Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, Úrvinnslusjóður, Vatnajökulsþjóðgarður, Veðurstofa Íslands og Þjóðgarðurinn á Þingvöllum.

Flestar hafa fyrrgreindar stofnanir höfuðstöðvar í Reykjavík, en eðli mála samkvæmt eru starfsstöðvar þeirra víða. 

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert