Elstu tvíburar Íslandssögunnar

Hlaðgerður og Svanhildur Sveinbjörnsdætur.
Hlaðgerður og Svanhildur Sveinbjörnsdætur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hlaðgerður og Svanhildur Snæbjörnsdætur eiga 100 ára afmæli í dag. Engir tvíburar hafa áður náð 100 ára aldri hér á landi og eru þær því elstu tvíburar Íslandssögunnar.

Þær hafa alltaf verið mjög nánar og búa ekki langt hvor frá annarri. Þær hafa báðar verið miklir lestrarhestar gegnum tíðina og eru núna duglegar að hlusta á hljóðbækur. Ævisögurnar eru í uppáhaldi. Þær eru hressar og skýrar og með skemmtilegan húmor. Þeim fannst nóg um athyglina sem þær hafa fengið vegna þessara tímamóta og eru ánægðar með að geta aðeins orðið 100 ára einu sinni.

Hlaðgerður og Svanhildur munu fagna afmælinu með sínum nánustu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert