30 sóknir „tæknilega gjaldþrota“

Í umsögn um „bandorminn“ sem er til umfjöllunar í efnahags- …
Í umsögn um „bandorminn“ sem er til umfjöllunar í efnahags- og viðskiptanefnd kemur fram að áætlað er að 30 söfnuðir geti talist ógjaldfærir. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Forysta kirkjuþings gerir athugasemdir við að gert sé ráð fyrir 5% lækkun sóknargjalds í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár og að krónutalan verði þar með nokkru lægri en var á síðasta ári, á sama tíma og verðbólgan er um 10%.

Í umsögn um „bandorminn“ sem er til umfjöllunar í efnahags- og viðskiptanefnd kemur fram að áætlað er að 30 söfnuðir geti talist ógjaldfærir vegna skertra sóknargjalda á undanförnum árum. Segja mætti að þeir væru tæknilega gjaldþrota.

Nú stendur til að afnema „tímabundna“ hækkun sem Alþingi hefur sett inn síðustu tvö ár og að auki komi aðhaldskrafa. Þýðir það, miðað við heildarfjárhæð í fjárlagafrumvarpi, að sóknargjaldið verði 1.060 krónur á mánuði. Í „bandormi“ er farið enn neðar, eða í 1.055 krónur á mánuði, sem mun gilda, verði frumvörpin að lögum. Sóknargjaldið er nú 1.107 krónur á mánuði.

Umfjöllunina í heild sinni má nálgast í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »