Banaslys við Kirkjufell

Mikill viðbúnaður var við Kirkjufell í dag.
Mikill viðbúnaður var við Kirkjufell í dag. mbl.is/Gunnar Kristjánsson

Einn maður lést í slysi á Kirkjufelli fyrr í dag en björgunarsveitir og lögregla voru kölluð út um klukkan hálf fjögur vegna slyssins.

Samkvæmt heimildum mbl.is var maðurinn sem lést erlendur ferðamaður. Hann var á ferð um fjallið með hópi fólks þegar að slysið varð. Engan annan sakaði. 

Mikill viðbúnaður var við fjallið en þyrla Landhelgisgæslunnar var til að mynda kölluð út vegna slyssins. Þyrlan var þá á bakaleið frá verkefni á Þórshöfn og var komin á vettvang um hálfsexleytið. Aðgerðum viðbragðsaðila við fjallið er nú lokið.

mbl.is