Móttökustöð Sorpu fleygt út úr Kópavogi

Stöð Sorpu við Dalveg í Kópavogi verður lokað að kröfu …
Stöð Sorpu við Dalveg í Kópavogi verður lokað að kröfu bæjarins. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég er ekki viss um að íbúar í Kópavogi verði ánægðir með þessa þjónustuskerðingu. Það hefur verið gríðarleg umferð um þessa stöð,“ segir Jón Viggó Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sorpu.

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, tilkynnti stjórnendum Sorpu með bréfi í byrjun september að loka þyrfti móttökustöð Sorpu við Dalveg 1 í Kópavogi og skila þyrfti lóðinni til bæjarins eigi síðar en 1. september 2024. Í bréfinu kemur fram að ekki sé í gildi samningur um leigu lóðarinnar en henni hafi verið úthlutað til bráðabirgða árið 1991.

„Samkvæmt aðalskipulagi Kópavogs er svæðið ætlað verslun og þjónustustarfsemi og samræmist starfsemi Sorpu ekki því núgildandi skipulagi,“ segir í bréfi bæjarstjórans.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »