Sigraði í bráðabana

Nakamura sigraði í kvöld.
Nakamura sigraði í kvöld. mbl.is/Óttar

Bandaríski stórmeistarinn Hikaru Nakamura fór með sigur úr býtum á heimsmeistaramótinu í Fischer-slembiskák sem kláraðist í kvöld, eftir bráðabana gegn rússneska stórmeistaranum Ian Nepomniachtchi.

Magnus Carlsen, heimsmeistarinn í skák, lenti í þriðja sæti í mótinu eftir að hafa sigrað úsbeska ungstirnið Nordibek Abdusattorov með þremur vinningum gegn einum. 

Þá laut ríkjandi heimsmeistarinn í Fischer-slembiskák, Wesley So, lægra haldi gegn rússneska stórmeistaranum Vladimir Fedoseev. 

Nakamura fer ekki tómhentur heim; nældi hann sér í 21 milljón króna verðlaunafé. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert