Mygla fannst í kennslurýmum Álftamýrarskóla

Mygla fannst í öllum þeim rýmum sem skoðuð voru í …
Mygla fannst í öllum þeim rýmum sem skoðuð voru í Álftamýrarskóla. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Mygla hefur fundist í þremur kennslurýmum í Álftamýrarskóla. Þetta eru niðurstöður mælinga sem gerðar voru í skólanum í september. Upplýsingafundur fyrir foreldra verður klukkan 17 í dag.

Í tölvupósti til foreldra nemenda skólans kemur fram að mygla hafi fundist í þremur kennslurýmum skólans, eða öllum þeim svæðum sem mæld voru. Hefur því verið ákveðið að gera alhliða úttekt á öllu húsnæði skólans.

Verið er að vinna verkáætlun sem snýr að rýmingu þessara svæða og hvernig verður staðið að viðgerðum.

Í tölvupóstinum kemur einnig fram að verið sé að leita eftir húsnæði sem hægt er að nýta undir skólastarfið á meðan viðgerðum stendur. 

mbl.is