Skýrslan birt á mánudaginn gangi allt eftir

Skýrslan verður birt á vef Ríkisendurskoðunar á mánudaginn, gangi allt …
Skýrslan verður birt á vef Ríkisendurskoðunar á mánudaginn, gangi allt eftir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandsbankasöluna er ekki enn komin til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis en eins og mbl.is hefur greint frá stefnir ríkisendurskoðandi á að skila henni af sér fyrir vikulok.

Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður nefndarinnar, kveðst ekki hafa fengið upplýsingar þess efnis að frekari tafir verði á afhendingu skýrslunnar og að öllu óbreyttu muni því ríkisendurskoðandi kynna skýrsluna fyrir nefndinni á mánudaginn. Eftir þann fund verður skýrslan opinberuð á vef Ríkisendurskoðunar.

Skýrslunnar hefur verið beðið um nokkurt skeið en upphaflega áætlunin miðaðist við að skýrslan yrði tilbúin fyrir lok júní. 

Í samtali við mbl.is á þriðjudaginn sagði Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi að vinna við skýrsluna væri að klárast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert