Trúnaðarrof á þingi „mikil vonbrigði“

Birgir Ármannsson.
Birgir Ármannsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skýrsla ríkisendurskoðanda um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka í vor lak út úr stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins í gær og rataði til þriggja fjölmiðla.

„Það eru mikil vonbrigði að ekki skuli hafa verið hægt að tryggja trúnað á þessari skýrslu í rétt rúman sólarhring,“ segir Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, í samtali við Morgunblaðið.

Ætlunin var að ríkisendurskoðandi kynnti úttekt sína á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar klukkan fjögur í dag, en hún gerð opinber að því loknu. Skýrslan barst Alþingi eftir hádegi í gær og var send nefndarmönnum til yfirlestrar í trúnaði skömmu síðar.

Frá henni var sagt í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins, en tveir aðrir miðlar sögðu nákvæmar fréttir af henni um kvöldið. Óljóst er hvort trúnaðarrofið hafi eftirmál. 

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert