Alvarlegt slys á Barónsstíg

Frá vettvangi. Götunni hefur verið lokað.
Frá vettvangi. Götunni hefur verið lokað. mbl.is/Freyr

Mikill viðbúnaður lögreglu er við Barónsstíg í miðbæ Reykjavíkur sem stendur. 

Lögreglubílar og lögreglumótorhjól, tveir sjúkrabílar og dælubíll frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu eru á svæðinu. 

Slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu staðfestir í samtali við mbl.is að um sé að ræða mjög alvarlegt slys og að tilkynningar sé að vænta frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 

Götunni hefur verið lokað frá Laugavegi og við Snorrabraut. 

mbl.is