Virðist hafa ekið inn í hlið rútunnar

Maðurinn sem lést virðist hafa ekið inn í hlið hópbifreiðarinnar.
Maðurinn sem lést virðist hafa ekið inn í hlið hópbifreiðarinnar. mbl.is/Freyr

Rannsókn banaslyssins sem varð í gær, hefur leitt í ljós að maðurinn sem lést virðist hafa ekið inn í hlið rútunnar. 

Rútan var ekki kyrrstæð en þó á lítilli ferð, að sögn Guðmundar Páls Jónssonar, lögreglufulltrúa hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Um borð í henni voru 20 til 30 farþegar. 

Í dag hefur verið unnið að því að ná sambandi við og upplýsa aðstandendur mannsins um málavöxtu. Um er að ræða erlendan mann á þrítugsaldri sem er búsettur á Íslandi.

mbl.is