Hluti af dreka á elsta bréfinu

Silvía rannsakaði pappír í skjölum, handritum og bókum á Íslandi …
Silvía rannsakaði pappír í skjölum, handritum og bókum á Íslandi á 16. og 17. öld.

Elsta íslenska pappírsbréfið sem varðveist hefur er frá árinu 1437, skrifað af Þorvarði Loftssyni, bónda á Möðruvöllum í Eyjafirði.

Við rannsóknir tengdar verkefninu Pappírsslóð rakin kom í ljós að vatnsmerki er á bréfinu, drekahali sem er brot af stærra vatnsmerki sem er mynd af dreka.

Drekavatnsmerki hafa verið tengd svæðinu milli Utrecht og Arnhem, nálægt Rín, þar sem Holland er nú, á árunum 1351–1451, að sögn Silviu Hufnagel, fræðimanns hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert