Hraun flæðir í Reykjavík í fyrsta sinn í nær 5.000 ár

Sýningin opnaði fyrir um tveimur vikum síðan.
Sýningin opnaði fyrir um tveimur vikum síðan. Ljósmynd/Aðsend

Hraun rennur stríðum straumum í Reyjavík í fyrsta sinn í nær 5000 ár, í öruggu rými inni í sýningarsal lifandi hraunsýningarinnar Lava Show að Fiskislóð 73 úti á Granda. 

Lavashow, sem hefur gengið við miklar vinsældir í Vík síðan árið 2018, opnaði í Reykjavík þann 10. nóvember síðastliðinn, að því er fram kemur í tilkynningu.

Á sýningu Lava Show er hraun brætt upp í 1100°C og hellt inn í sýningarsal fullan af fólki. Fyllsta öryggis er gætt og því má segja að þetta sé eini staður veraldar þar sem hægt er að upplifa rauðglóandi hraun með öruggum hætti. Mikið er lagt upp úr fræðslu og persónulegri upplifun og í lok sýningar gefst gestum færi á að spyrja sýningarstjórann spurninga.

Hjónin í skýjunum

Hjónin Júlíus Ingi Jónsson og Ragnhildur Ágústsdóttir, stofnendur Lava Show, og eru í skýjunum með opnunina en þar er öllu til tjaldað. Má þar helst nefna glæsilegan myndavegg úr stuðlabergi, sem vísar í þær sérstæðu hraunmyndanir sem víða finnast í íslenskri náttúru. 

Þá er á sýningunni einnig að finna sérsmíðaðan bræðsluofn sem pantaður var frá bandaríska fyrirtækinu Fibersim. Fibersim smíðar meðal annars eldflaugahluti fyrir SpaceX og Blue Origin, en hið síðarnefnda er fyrirtæki auðjöfursins Jeff Bezos. 

Hjónin Júlíus Ingi Jónsson og Ragnhildur Ágústsdóttir, stofnendur Lava Show, …
Hjónin Júlíus Ingi Jónsson og Ragnhildur Ágústsdóttir, stofnendur Lava Show, og eru í skýjunum með opnunina. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is