Með áverka í andliti eftir líkamsárás

Talsverður erill var hjá lögreglunni í nótt.
Talsverður erill var hjá lögreglunni í nótt. mbl.is/Ari

Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt, að því er fram kemur í dagbók hennar.

Tilkynnt var um líkamsárás í miðbænum og var brotaþoli með áverka í andliti eftir á árásina. Málið er nú í rannsókn.

Á fjórða tímanum í nótt var tilkynnt um ofurölvi mann sofandi í garði. Lögregla kom á staðinn og reyndi að fá upplýsingar um hver hann væri eða hvar hann ætti heima. Eftir ítrekaðar árangurslausar tilraunir var viðkomandi ekið á lögreglustöð þar sem hann fær að sofa úr sér þangað til hægt verður að aka honum heim.

í gærkvöldi var lögregla svo kölluð til vegna manns sem hafði komist inn í íbúð í miðbænum og var þar óvelkominn. Þegar lögreglan kom var maðurinn sofandi og hafði valdið tjóni innandyra. Hann var handtekinn og fluttur á lögreglustöð þar sem hann neitaði að segja til nafns. Maðurinn var vistaður í þágu rannsóknar málsins.

mbl.is