„Stóra hræðilega mó­mentið kom þegar ég varð ólétt“

Fjölmiðlakonan Sigríður Elva greindist með ADHD seint á lífsleiðinni en því fylgja ýmsir fylgifiskar, bæði jákvæðir en einnig krefjandi. Hún hefur í gegnum tíðina lært að einfalda líf sitt með ýmsum hætti, meðal annars með því að taka fataskápinn og heimilið í gegn og minnka allt óþarfa dót. Hún segir frá þessu í Dagmálum í dag. 

„Stóra hræðilega mómentið kom þegar ég varð ólétt, mjög óvænt, og komst að því að tilvonandi barnaherbergi sem þá gekk undir því háfleyga nafni skrifstofa heimilisins var ekki skrifstofa. Bara alls ekki. Þetta var bara svona geymsla innandyra,“ segir Sigríður Elva sem segir að augu hennar hafi opnast við það að fara í gegnum allt dótið og draslið sem hún var að geyma og lá ónotað í geymslunni. 

„Þetta er galið“

„Þetta er galið. Það var svolítið upp frá því og þessu fataskápsmáli sem ég fór að reyna að draga úr öllu alls staðar. Við skulum heldur ekki gleyma því að þegar maður eignast börn þá fylgir þeim gámar af rusli sem bætist á í hverju einasta afmæli og á jólum. Sem bara kemur ofan á draslið sem þú ert með sjálf. Enn þá mikilvægara að reyna að halda hinu í skikki,“ segir Sigríður Elva sem tók þá að losa sig við allt það sem hún var ekki að nota.  

„Við höfum svo mikið tendens til að, ef við eignumst eitthvað eða ef okkur er gefið eitthvað – þá höldum við í það þó við höfum ekkert við það að gera,“ segir Sigríður Elva. 

Viðtalið við Sigríði Elvu, þar sem hún ræðir um ADHD greininguna og um það hvernig hún einfaldaði lífið sitt má sjá hér að neðan. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert