Fimm enn í gæsluvarðhaldi vegna Bankastrætismáls

Fimm sæta enn gæsluvarðhaldi vegna Bankastrætismáls.
Fimm sæta enn gæsluvarðhaldi vegna Bankastrætismáls. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fimm manns sitja enn í gæsluvarðhaldi vegna Bankastrætismálsins svokallaða, árásar þar sem eggvopnum var beitt á skemmtistaðnum Bankastræti Club aðfaranótt 18. nóvember.

Af fimmmenningunum er einn í almannagæslu til 22. desember að sögn Margeirs Sveinssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns en aðrir eru úrskurðaðir til ýmist 7. eða 14. desember vegna rannsóknarhagsmuna

„Rannsókninni miðar vel en við erum enn að skoða tilefni árásarinnar sem mun taka einhvern tíma. Hvað hótanir og skemmdarverk snertir sem því fylgdu virðist sem við höfum náð að koma í veg fyrir það einnig,“ segir Margeir.

mbl.is