„Lækka ætti skatta á heilsársdekk“

Ásthlidur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri.
Ásthlidur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri. Ljósmynd/Auðunn Níelsson

Mikið svifryk lá yfir Akureyri í gær og þurftu leikskólabörn að vera inni vegna mengunarinnar. Til umræðu hefur verið skattlagning á nagladekk en Ásthildur segir ýmsar aðrar leiðir vera færar aðrar en skattlagningu. Hún leggur til að hið opinbera lækki skatta á heilsársdekk.

Ásthildur segir að brugðist sé við svifryksmengun með því að auka þrif á götum bæjarins og að fólk sé hvatt til þess að nýta sér annan samgöngumáta en einkabílinn. Hún segir þrifin hafa skilað einhverjum árangri en að hægt sé að gera betur. Hún segir ákvörðun um hvort þrif verði aukin ekki hafa verið tekna.

Mikið svifryk hefur legið yfir Akureyrarbæ síðustu misseri.
Mikið svifryk hefur legið yfir Akureyrarbæ síðustu misseri. Ljósmynd/Umhverfisstofnun

Ásthildur segir aðstæður á Akureyri vera sérstakar fyrir þennan árstíma þar sem vanalega sé ekki eins hlýtt og votveðrasamt eins og raun ber vitni. Hún leggur til að hið opinbera lækki skatta á heilsársdekk frekar en að ráðast í skattlagningu á nagladekk.

„Það eru til aðrar leiðir en skattlagning og gæti hið opinbera til dæmis lækkað skatta á heilsársdekk auk þess að höfða til samvisku fólks.

Við þurfum að hafa í huga að það er allt annað veðurfar hérna heldur en fyrir sunnan og hafa aðstæður verið sérstakar í haust. Það er venjulega ekki svona hlýtt og votviðrasamt á þessum tíma árs. Venjulega er brunagaddur og allt á kafi í snjó en það er ekki núna,“ segir Ásthildur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert