Katrín og Bjarni oftast á RÚV

Forsætisráðherra oftast fyrir í sjónvarpi og útvarpi hjá Rúv. Næst …
Forsætisráðherra oftast fyrir í sjónvarpi og útvarpi hjá Rúv. Næst á eftir henni koma fjármála- og efnahagsráðherra og innviðaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kom oftast fram sem viðmælandi í útvarps- og sjónvarpsþáttum Ríkisútvarpsins frá síðustu alþingiskosningum eða alls 361 sinni. 

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kom næstoftast fyrir eða alls 236 sinnum, að því er fram kemur í svari menningar- og viðskiptaráðherra við fyrirspurn Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins. 

Spurði hún hvaða stjórnmálamenn hefðu komið fram sem viðmælendur í útvarps- og sjónvarpsþáttum Ríkissjónvarpsins.

Komu þau oftast fram í sjónvarps- og útvarpsfréttum en sjaldnast í útvarpsþáttum.

Willum Þór Þórsson sá þriðji

Aðrir ráðherrar ríkisstjórnarinnar fylgja á eftir. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kom fram 150 sinnum, Sigurður Ingi Jóhannsson 149 sinnum og Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra 142 sinnum.

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra kom fram 114 sinnum, Lilja Alfreðsdóttir viðskipta- og menningarmálaráðherra 98 sinnum og Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra 90 sinnum. 

mbl.is